Hafnarfjörður, 2018

12321A44.jpgLandiðbærinnogmiðin1_Page_2.jpgLandiðbærinnogmiðin1_Page_1.jpg12321A45.jpg12321A4.jpg12321A42.jpg12321A43.jpg12321A49.jpg

Et forslag for en åpen idékonkurranse som fikk hederlig omtale:

"Tillagan er skýr, skemmtilega framsett og svarar nokkuð vel áherslum sem fram eru settar í keppnislýsingu. Í tillögunni eru settar fram afgerandi hugmyndir um endurnýtingu og hringrás efna sem meðal annars kemur fram í hugmyndum um framhaldslíf bygginga sem nú þegar eru á svæðinu. Einnig endurskilgreiningu strandlínunnar þar sem tengsl fyrri tíma við Hvaleyrarlón eru endurvakin og nýtt á framsækinn hátt. Við þetta skapast eðlileg aðgreining milli svæða. Á ”fyllingunni” er atvinnuhöfnin og fyrirferðameiri atvinnustarfsemi aðskilin svæðum á landi þar sem smágerðari kvarði nálægrar byggðar tekur við. Svæðin tengjast með nýskilgreindum þverunum, göturýminu er kollvarpað og nýjar tengingar skapaðar. Strandgatan er þrengd og henni gefin afgerandi andlitslyfting í bæjarmyndinni sem grænn ás til að auka bæjarbrag, fegra ásýnd strandlengjunnar og hægja á umferð. Hringtorg við Fornubúðir er tekið niður og akandi umferð flutt vestur fyrir núverandi fiskmarkað um Cuxhavengötu. Í tillögunni tekst ágætlega að styrkja tengsl hafnarsvæðisins, miðbæjar og íbúðabyggðar við Norðurbakka með stækkun smábátahafnar og staðsetningu minni mannvirkja eftir ströndinni. Hugmyndir sem fram koma í tillögunni eru afar hressandi og margbreytilegar en afstöðu til fyrirhugaðrar Borgarlínu er saknað. Svæðaskipting tekst vel til, frá því stóra / hávaðasama yfir í það smágerða / hljóðlátara. Hugmyndafræði tillögunnar er afar sterk og hér liggur styrkur hennar, afgerandi afstaða til nýtingar og endurnýtingar, sterk tengsl við sögu staðarins og mikilvægi þess að tengja fortíð, nútíð og framtíð. Í tillögunni eru settar fram hugmyndir sem tvímælalaust eru gott innlegg í umræðu um betri bæ við sjó."

LANDIÐ, BÆRINN OG MIÐIN

Flensborgarhöfn er í einstakri stöðu miðað við aðrar hafnir á höfuðborgarsvæðinu – sem hjartað í gömlum og fallegum bæ með legu úti í hrauni, og með gott pláss. Samkeppnissvæðið hefur allt til að bera til að verða meiri háttar „sýningargluggi“ fyrir mestu fiskihöfn landsins og allt sem tengist íslenskum sjávarútvegi, bæði fyrir gesti og gangandi, unga og gamla.

Borgir eru vistkerfi. Því fjölbreyttara vistkerfi – þeim mun lífvænlegri og skemmtilegri borg. Lífræn fjölbreytni er aldrei meiri en þar sem tvö vistkerfi mætast. Þar er að finna verur frá ólíkum lífheimum sem eiga margskrúðugt sambýli. Þetta á sjálfsagt við á mörkum lands og sjávar – þar sem auk þess má finna skepnur og gróður sem eru háð bæði sjó og landi. Borgarmenning íslendinga hefur byggst upp á þessum mörkum – í strandlínunni sem gerði fólki kleift að sækja sjóinn og hafa þannig í sig og á. Fiskibankar við Íslandsstrendur eru matarkistur sem voru sóttar með lífið að veði hér áður fyrr. Minningin um hetjur hafsins er mikilvæg í menningar og borgarsögu Íslands, og hér á árum árum var heimsókn niður á höfn skylda í sunnudagstúrum með gömlum öfum, og heim kom maður með afa og ís og ýsu í skottinu.

Enn er sjórinn sóttur og auðlindin gegnir stóru hlutverki í þjóðarbúskapnum. Samband borgarbúa nútímans við vistkerfi hafsins er þó öðruvísi háttað en áður var. Fólk sem vinnur við sjávarútveginn hefur ekki sama status sem fyrr og stór hluti vinnu við sjávarútveg fer fram á svæðum sem eru lokuð almenningi og / eða bak við lokaða veggi risavaxinna dauðyflislegra bygginga. Miklar landfyllingar skera borgina frá sjónum og stórvinnuvélar og þungaflutningar eiga planið. Hafnarstarfsemi er orðin framandi fyrirbæri og samband borgarbúa við hafið og fiskinn skorðast við útúðun kvótakerfis og frosinn fisk sem eins gæti hafa verið verkaður í Kína.

En svo höfum við Hafnarfjörðinn fagra og fiskbúðin er ekki heldur alveg fyrir bí. Nú má snúa vörn í sókn. LANDIÐ, BÆRINN OG MIÐIN er tilraun til að draga fram allt það sem sjórinn, sjávarfang, sjósókn hefur uppá að bjóða, og það með nýsköpun með sjálfbærni að leiðarljósi:

Borgir framtíðarinnar verða staðir framleiðslu í æ ríkara mæli. Ný tegund framleiðslu, þróunar og þjónustu í smærri einingum, sem leitar frá útkanti einhæfra iðnaðarhverfa til miðbæjarkjarna, nær viðskiptavinunum og tengslaneti annarra skapandi aðila - sem líka vilja leita lausna fyrir sjálfbært framtíðarhagkerfi þar sem allt nýtist og ekkert fer til spillis og enginn þarf að vera háður einkabílum - til blessunar fyrir sveitarfélög og samfélag. Þetta krefst hentugs húsnæðis sem getur samtvinnast borgarvefnum betur en skemmurnar stóru. Samkeppnissvæðið er kjörið og tillagan leitast við að endurspegla hugmyndina um þess konar framleiðslu sem hringrásarhagkerfi: með sannarlega sjálfbæra framtíð að leiðarljósi, án úrgangs, í sátt við umhverfi og auðlindir. Þetta er framtíð þar sem allar vörur – líka byggingar – eru hannaðar þannig að það sé hægt að endurnýta þær, jafnvel og á ólíkan hátt í mismunandi hringrásum, og þannig að úrgangur sem kemur úr einu ferli fari beint inn sem hráefni fyrir eitthvað annað. Þannig hverfur rusl, eða réttara sagt verður endurskilgreint sem hráefni fyrir nýja framleiðslu.

Í sátt við þessar hugmyndir væri æskilegt að endurnýta sem flestar byggingarnar á svæðinu, en þetta er líka mikilvægt fyrir sameiginlegt minni byggðarinnar og samband við djúp tímans. Við leitum líka uppi upprunnalegt landslag; horfna strandlengju og Hvaleyrargranda. Ný lífsvæði (biotope) á útvöldum stöðum —náttúruleg umhverfi sem hýsa tiltekna samsetningu dýra og jurta— hjálpa með tímanum hinni upprunnalegu náttúru að fá fótfestu aftur, til gleði og gagns fyrir bæjarbúa sem fá betri aðgengi að grænu svæðunum suðvestan samkkeppnissvæðisins þangað sem bátaskurður gæti teygt sig (skurðurinn gæti einskorðast við vatn inná samkeppnissvæðinu þótt það væri ekki alveg eins sterkt ef hægt væri að fara alla leið og í hring). Þetta er tilvlið leiksvæði fyrir smærri báta og bretti.

Þvert á grænan og bláan streng gengur byggð frá Suðurbakka til Hvaleyrarbrautar sem deilist upp í þrjú svæði sem eru öll með blandaðri starfsemi en spanna breytt í skala: Frá stórútgerð, þungaflutningum, gámum og risavöxnum farþegaskipum í norðri (svæði sem hægt væri að nýta fyrir stórar hávaðasam uppákomur að kvöldi) og til smágerðari borgarvefs í suðri.

1)
Nyrst eru Fornubúðir 5 og svæðið norðuraf sem getur hýst hótel, skrifstofur, aðkoma fyrir farþegaskipin getur verið leyst gegnum bygginguna svo ekki sé nauðsynlegt að hafa verndarsvæðið á götuplani.

2)
Suður af er lagður grunnur að sveigjanlegu kerfi fyrir húsnæði fyrir fjölþætta fyrirferðarmikla starfsemi eins og fiskmarkað, mathöll aðra menningu og vinnu í kringum fiskinn -allt opið almenningi og leyst arkitektónískt fyrir sem mest menntunarlegt gildi. Þetta svæði rýmir einnig grænan dregil með leiksvæði og annarri grænni starfsemi

3)
„Möskvastærð“ borgarvefsins milli Óseyrarbrautar og Hvaleyrarbrautar, samsettur úr gömlu, endurbættu og nýju, brúar svo bilið til smáskala íbúðarhverfisins sunnan- og ofanvert. Hinn endurnýtti húsnæðismassi mikilvægut minni fyrir iðnað í smærri skal,a sem hér má endurvekja og endurbæta í nýju samhengi.

Öll þrjú svæðin hafa blandaða starfsemi, meðal annars hótel og íbúðarhúsnæði sem veita lífi í svæðið allan sólarhringinn.

Með tilkomu hafrannsóknarstofnunar og þjónustu við farþegaskip á norðurhluta hafnarsvæðisins verður til vísir að mannlífi sem getur getur nýst til að lífvænlegt verði fyrir þjónustu og verslun sem geta verið kemmtilegir áfangastaðir suðrúr og alla leið að frístundahöfninni.

Stígakerfi fyrir gangandi og hjólandi verður einnig þar sem strandlengjan lá fyrrum frá Flensborg og út að Hvaleyrarlóni meðfram bátaskurði tengir útivistarsvæði kringum lónið og útá golfvöll. Þannig skarast ekki bara hafnar og miðbæjarsvæðið við Flensborgarhöfn, heldur líka blágræna svæðið vestan megin. Geymsla á vöru sem áhugavert er að sjá, t.a. m. skreið, getur verið hýst á svæðinu og sýnileg gegnum glugga á jarðhæð, innirýmum sem eru opin fyrir almenning og/ eða í útirýminu.

Smærri skipasmíðar verða enn í Flensborgarslipp sem einnig hýsir og rekur ‚hands on‘ bátasafn þar sem hægt verður að prófa mismunandi báta frá fyrri tímum. Gamla dráttarbrautin nýtist áfram en aðgengi almennings verður betrumbætt í gegnum svæðið.

Óseyrarbryggja flyst norðar til að gefa smábátahöfninni og minni farskjótum á vatni meira pláss. Þetta er líka gott til að þungaumferð verði haldið austan og norðan svæðisins í Cuxhavensgötu og á Suðurbakka svo ferðamenn frá farþegaskipum og aðrir geti gengið greiðlega almenninginn niður Fornubúðir sem nú verður frátekin fyrir fótgangandi og hjólandi vegfarendur (að undanskyldri nauðsynlegri aðkomu fyrir stærri farartæki) með sameinandi bryggjum sem tengja starfsemina kringum alla Flensborgarhöfn. Reynt er eftir megni að lengja strandlengjuna / mörkin milli lands og vatns eins og kostur er til að gera lægi fyrir sem flesta báta og þar með auðga mannlíf.

Svæðið er nægilega stórt til að taka við miklum fjölda ferðamanna frá farþegahöfninni.
Koma skemmtiferðaskipa færir bæjarsjóði tekjur fyrir hafnarþjónustu og ætti að geta stuðlað að verslun í bænum. Þetta kemur þó ekki að kostnaðarlausu fyrir íbúana því skipin eru gífurlega mengandi, berandi með sér hávaða, sót og svartvatn. Ágangur ferðalanga er líka mikill þar sem fleiri þúsund manns getur verið á ferðinni í einu og slítur það á öllum innviðum. Þessi tegund ferðamanna eyðir líka takmörkuðu fé þar sem allur matur og drykkur er innifalinn á skipinu. Tillagan bregst við þessu með að bjóða uppá umhverfi sem getur hýst starfsemi sem er sérstök og forvitnileg fyrir þennan hóp, freistar hans til neyslu, og sem getur tekið við miklum fjölda gesta og gangandi mjög nálægt skipalæginu. Ef Hafnafjarðarhöfn byði uppá rafmagn, sem gæti virkað hvetjandi á vistvæna rafvæðingu flotans og veitt höfninni sérstöðu þannig að hún verði í betri aðstöðu til að krefjast lámarksstaðla hvað varðar umhverfismengun og fá minst mengandi skipin.