Reykjavík / Island, 2016

lllustrasjonsplan2.jpglllustrasjonsplangufu.jpglllustrasjonsplan1.jpglllustrasjonsplan3.jpgFRA ØST.jpgFRA NORDVEST.jpgFRA NORDØST.jpgxx.jpgdrivhusaquaponitinyhouses_3.jpgmellom tate modern og verksteder for kunstnere5.jpgVAPORETTO.jpgfilm_strand_svhv_hester.jpglitevann.jpgbebyggelse Plan 1.jpggrænt.jpgREKKEFÆLGE.jpgoversikt2liten.jpgconnections Plan 1.jpgbroerliten.jpgbåthest.jpg

Dette er forslag for områdeutvikling i Gufunes - et sentralt plassert nes i hovedstedsarcipelagoen på Island, hvor det tidligere var gjødselfabrikk og søppelfylling. Her er beskrivelse på gammalnorsk (islandsk :-)

Alda Hafstað (45, Grafarvogi)
Ég hef búið hér í 30 ár, en bátamenningin sem hefur skapast með uppbyggingunni í Gufunesi opnaði algerlega augu mín fyrir að ég bý hérna í miðjum skerjagarði. Við vorum að springa úr stolti um daginn þegar fólk flykktist alls staðar að frá höfuðborgarsvæðinu til að taka þátt í viðburði sem vekur okkur öll til umhugsunar um hvað hafið hefur uppá að bjóða í borgarumhverfinu. Allt iðandi af lífi og uppákomum! Hér eftir verður Strandmenningarhátíðin árlegur viðburður.

Lýður Jónsdóttir (27, Smáhýsi 35)
Eftir þetta ‘svokallaða’ hrun hélt ég að mér myndi aldrei takast að flytja úr barnaherberginu hjá mömmu. En þökk sé borginni að ég fékk tækifæri til að byggja drauminn minn um smáhýsi. Þetta er búin að vera erfiðara en ég hélt, en ansi lærdómsríkt. Nú hef ég fimm ár til að prófa hvort lífsstíllinn hentar mér, en þá getur vel verið að ég hafi unnið mér inn fyrir afborgun á íbúð. Ef ég flyt þá ekki bara í kot útí sveit. Það er innlagt vatn og rafmagn, en allt í lagi að bílleysi sé partur af dílnum hér, það væri ósanngjarnt að borgin þyrfti að punga út fyrir séstakri götu og plásfreku bílastæði. Sjúkrabíllinn getur alltaf notað hjólastíginn í neyðartilfellum. Það sem kemur í klósettið fer í jarðgerð og grávatni sleppt út. Þetta snýst þrátt fyrir allt um sjálfbæran lífsstíl! Ég nýt samvista við nágranna sem eru í sömu pælingum og ég.

Sævar Gunnarsson (25, Hlíðarenda)
Mér finnst ég vera að taka þátt í mikilvægu æfintýri. Með dyggum stuðningi borgarinnar höfum verið að búa til vistkerfi hérna sem sýnir fram á að hægt sé að lifa sjálfbært í íslenskri borg, án innflutnings á olíu og matvælum. Svo erum við að búa til gjaldeyristekjur í leiðinni! Frábært við náðum í þessi þéttu nýju fiskeldiker sem ekki menga eða valda spjöllum á villta lífríkinu. Ómengaður sjór frá 30 metra dýpi spottakorn burtu er pumpað í kerin. Hingað koma sveitastjórnarmenn og eldhugar allstaðar að og sjá möguleikana. Það er bara að herma, við höfum rutt veginn! Skipulag strand- og hafsvæða er lykillinn.

Ráðhildur Sighvatsdóttir (35, Borg)
Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið hvata frá til að stofna eigin fyrirtæki svo nálægt heimili mínu. Auðvitað er það eina rétta að þeir sem búa hér reki atvinnustarfsemina í nágrenninu. Græðgi fólks sem ekki býr á staðnum eyðileggur ekki umhverfið fyrir okkur hinum á meðan. Þetta minnkar líka álagið á vegakerfið, við sleppum við Miklubrautina og höfum miklu meiri tíma fyrir hestamennsku og annað skemmtilegt stúss að vinnudegi loknum.

Xian Chang (55, Shanghai)
Það var gaman að koma sjóleiðis í ferju frá miðbæ Reykjavíkur. Ég fann hérna safn um landnámið og þróun borgarmenningar á Ísland og var sérstaklega glaður að finna heilt safn um íslenska hestinn. Skepnan hefur fimm gangtegundir og kemur í öllum regnbogans litum. Ég fékk að prófa að fara á bak eftir smá kúrs. Íslensku hestarnir eru örugglega þeir þægilegustu í heimi og það væri gaman flytja þá inn til Kína! Ég fékk líka að dressa mig upp eins og víking, hehe. Áhugavert að koma í borg sem er með sérstöku stíganeti fyrir hesta.

Borgildur Garðarsdóttir (29, Borg)
Frábært að það var búinn til nýr bæjarhluti í Reykjavík sem hefur allt það besta úr vesturbænum. Nálægð við sjóinn, borgargötur þar sem lagt er við götuna, gangstétt upp að húsinu, og lokaðir húsagarðar. Alveg eins og við Hringbrautina (og í útlöndum náttúrulega). Já. og fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og viðurværi. Hér getur dóttir mín leikið alveg örugg í innri í skjólsælum garði. Hér er líka aðeins meiri stjórn á túristunum en vesturfrá, en miðborgin er innan seilingar þótt ég nenni ekki að keyra bíl. Það er frábært að ferjan gengur framyfir miðnætti þannig að ég get líka skroppið á djammið þar, vandræðalaust.

Fernando Kiljan Gonsales
Dægradvöl fólks sem býr í Gufunesi gerir kvikmyndaverinu léttara fyrir að selja þjónustu í harðri alþjóðlegri samkeppni. Hestarnir gera okkur að upplögðum kosti við gerð víkingamynda og ósnert bryggjan er frábært efniviður í sjóræningjamyndir. Kvikmyndaskólinn er líka stöðug tekjulind sem hentar fyrir samnýtingu, og leikmyndirnar endurnýtast í Ævintýragarðinn.

Reynir Kárason (30, Úlfarsárdal)
Gaman fyrir rannsóknarsamfélagið í nágrenninu (á Keleldnaholti) að tekist hefur að gera Gufunes að rannssóknarreit fyrir okkur, og ‚radíó‘ fyrir fyrirmyndarverkefni í sjálfbærni. Forsenda plansins var áhættumat og þess var gætt að byggingar gætu rýmt mismunandi starfsemi áður en víst var að hægt var að nýta þær til fastrar búsetu. Vatnsgæðin eru alltaf að batna í sjónum kringum Gufunes eftir að lagður var einangrunardúkur yfir urðunarstaðinn og vatni sem safnast neðst í haugnum beint í vistvæna ofanvatnshreinsun. Loksins kom hér líka nýr sundlaugakostur sem hvorki byggir á skólasundi sem gengur uppí 25m (þannig laugar útum allt) né er sérstaklega fyrir túrista (eins og Bláa lónið). Hér eru útiklefar og hægt að stinga sér í potta af öllum stærðum með sjó sem er pumpað er frá hreinu hafi, hitaður með gasi sem myndast undir einangruninni.

Úlfur Björnsson (14, Borg)
Það er búið að vera æði að alast upp hérna með allt það besta sem náttúran hefur uppá að bjóða, en samt í líflegri borg þar sem hlutir eru að gerast. Ég er búinn að læra að sigla litlum seglbát og nú get ég hellt mér í hestamennskuna því ég keypti mér hest fyrir fermingarpeningana. Ég fæ vonandi einhverja sumarvinnu við hestamennskutúrisma í sumar, hestaferðirnar niður á Árbæjarsafn eru vinsælar og besta útreiðasvæði landsins (Mosfellsbær) er í nágrenninu. Ég stefni svo á MR, mér finnst svo notalegt á ferjunni. Maður notar líka bara venjulegan strætómiða því þetta er orðið hluti af almenningsvagnakerfinu. Svo ætla ég í úrbanisma hérna uppfrá, ólíkir húsakostir, skipulag og byggingaraðferðir hér í Gufunesi hafa vakið áhuga minn á málaflokknum.

Zmxcv Apruwapre (35, Breiðholt)
Gott ef allt það það sem fólkið hefur fram fram að færa geti verið nýtt í Landnámspælingunum í Gufunesi. Gaman að öllum sé sýndur áhugi; konum, körlum, ungum, gömlum, fátækum og ríkum og óháð því hvaðan fólkið er. Við útlendingarnir erum nú eins konar landnámsmenn líka, og áhugavert að pæla í hvað maður kemur með með sér og hvernig það gegnur í endurnýjun lífdaga á nýjum stað. Og hvernig förum við með það sem við fáum?
Ég var fengin þarna uppeftir um daginn til að kenna alls konar fólki að súra gúrkur. Gerjun er yndisleg, ekki minnst í mannlífinu.

Birkir Víðisson skógræktarstjóri (65, Bláskógum)
Það hefur verið ansi lærdómsríkt að setja sig inn í hvernig skógurinn sem landnámsmennirnir fundu hér eiginlega var. Þetta er búið að vera dáldið grúsk, en vísindamenn hafa fundið fræ í jarðvegssýnum frá þessum tíma svo það er svosum ekkert mál að endruskapa þetta og gera nútímamanninum kleift að upplifa hvernig þetta getur hafa verið. Við skildum þó eftir svæðið sem var vogur áður en hann var fylltur af úrgangi. Þessi eyða gefur heilmikið rými, bæði til að vera með alls konar afþreyingu og viðburði. Landnámsskógurinn hefur góð áhrif á veðurfarið í Gufunesi sem er orðið verulega skjólsælt.

Guðmundur Guðmundsson, atvinnurekandi (50, Arnarnesi):
Spurning hvort borgin hafi efni á hjólreiðaleið yfir Sundin? Kannski þakki bara fyrir mig með því að spandera fallegri brú á borgina þegar Samskip flytja til Þorlákshafnar.